Select Page

25/06/2021

Hæfileikamótun drengja og opin æfing

Fyrstu æfingar í hæfileikamótun drengja og opnum æfingum í hópfimleikum fóru fram 13. júní-14. júní síðastliðin. Æfingar í hæfileikamótun voru í boði fyrir þá drengi sem æfa nú þegar fimleika en eru ekki í úrvalshópum landsliða og sú opna fyrir alla þá sem vildu prófa fimleika. Æfingarnar gengu vel og var gaman að sjá framtíðina í fimleikum njóta sín á æfingu saman.

Hæfileikamótun drengja:

Laugardaginn 13. júní fór fram fyrsta æfingin í hæfileikamótun drengja í húsakynnum Stjörnunnar undir stjórn Eysteins Mána Oddssonar, þjálfara í hæfileikamótun, en honum til aðstoðar voru þeir Magnús Óli Sigurðsson og Alexander Sigurðsson.

Æfingin var í boði fyrir þá sem æfa nú þegar fimleika en eru ekki í úrvalshópi landsliða. Æfingarnar eru því ætlaðar iðkendum í kky, kke og eldri iðkendum. Uppfylla þarf ákveðin lágmörk til að taka þátt í æfingunum, en þessi lágmörk eru breytileg og send út fyrir hverja æfingu.

Æfingarnar gengu vel og mættu 17 drengir í kky og 24 drengir í kke.

Markmið verkefnisins er að skapa vettvang fyrir iðkendur til að æfa saman, læra af hvor öðrum og kynnast sem samherjar en ekki mótherjar. Áhersla er lögð á samvinnu félaga og þjálfara. Markmiðið er einnig að fjölga drengjum í íþróttinni og er stefnan sett á að ná í drengjalið fyrir Evrópumót í hópfimleikum á næstu árum.

Myndir af æfingunni má nálgast hér.

Opin æfing á Akranesi

Sunnudaginn 14. júní fór fram fyrsta opna æfingin á árinu, þar sem drengjum fæddum 2005-2011 var boðið að mæta. Æfingin var haldin í fimleikahúsinu á Akranesi undir stjórn Magnúsar Óla Sigurðssonar og Alexanders Sigurðssonar, þeim til aðstoðar var Eysteinn Máni Oddsson. Á æfinguna mættu um 20 drengir sem fengu bæði að kynnast íþróttinni og prófa nýja hluti. Mikil ánægja var æfinguna, enda margir búnir að bíða í eftirvæntingu eftir að verkefnið gæti hafist á ný. Verkefnið hófst í fyrra og fékk mjög jákvæð viðbrögð, en þá voru að meðaltali 60 drengir sem mættu á hverja æfingu,.

Verkefnið er hluti af Hæfileikamótun sambandsins í hópfimleikum og er markmið verkefnisins að auka þátttöku drengja í íþróttinni og verða opnar æfingar því haldnar á mismunandi stöðum á landinu yfir árið. Æfingarnar í ár eru ætlaðar drengjum fæddum árin 2006-2012, bæði fyrir þá sem æfa fimleika nú þegar og þá sem hafa aldrei æft fimleika áður, þeim að kostnaðarlausu.

Myndir af æfingunni má nálgast hér.

Fleiri fréttir

Podium æfing

Podium æfing

Kvennalandslið Íslands í áhaldafimleikum hefur nú lokið podium æfingu á Evrópumótinu í Munich í Þýskalandi. Á podium æfingu fá keppendur að gera...