Select Page

Hæfileikamótun drengja 2023 í áhaldafimleikum er formlega hafin. Fyrsta æfingin var haldin í Fimleikahúsi Fylkis, um helgina. Tíu drengir frá fjórum félögum voru skráðir á æfinguna.

Róbert Kristmannsson var fyrstur til að mynda hóp í Hæfileikamótun drengja í áhaldafimleikum, árið 2021 tók Alek Ramezanpour við og hann mun halda verkefninu áfram. Áhersla er lögð á samvinnu félaga, þjálfara og að skapa vettvang fyrir iðkendur til að æfa saman, læra af hverjum öðrum og kynnast sem samherjar en ekki mótherjar.

Lögð var áhersla á Acro æfingar afturábak á æfingunni um helgina sem heppnaðist mjög vel að mati Aleks, þjálfara. Næsta æfing er áætluð í lok september/byrjun október.

Hér má lesa meira um verkefnið.

Á mynd frá vinstri; Daníel Theodór Glastonbury, Kári Pálmason, Davíð Þór Bjarnason, Ásgeir Smári Ásgeirsson, Kári Hjaltason, Botond Ferenc Kováts, Tómas Andri Þorgeirsson, Bragi Pétur Húnfjörð og Ármann Andrason.