Í Felix, miðlægu tölvukerfi ÍSÍ og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ), er haldið utan um íþrótta-iðkendur á Íslandi, en þar má sjá mjög skemmtilega þróun á vexti fimleikahreyfingarinnar.
Iðkendafjöldi Fimleikasambandsins hefur aukist úr 7.494 í 14.141 síðastliðin 10 ár, sem þýðir að Fimleikasambandið hefur vaxið um 189%. Iðkendafjöldi karla hefur meira en tvöfaldast eða aukist um 246%.
Ef þróunin heldur svona áfram má búast við því að iðkendafjöldinn eftir 10 ár verði vel yfir 25.000.
Fimleikasambandið er stærsta sérsambandið þegar kemur að íþróttum kvenna, 17% kvenna æfa fimleika eða 9.557 iðkendur.
Þriðja hver stúlka undir 16 ára aldri æfir fimleika.
Fimleikasambandið er næst stærsta sérsambandi í barna- og unglingastarfi. Í þessum hópi æfa 13.196 þeirra fimleika eða 18%.
Fimleikasambandið er þriðja stærsta sérsambandið með iðkendafjöldann 14.141, 10% allra iðkenda sérsambanda æfa fimleika.