Select Page

03/10/2022

Gleði á Golden age

Fimleikahátíðin Golden age fer fram þessa vikuna á paradísareyjunni Madeira. Golden age er sýningarhátíð fyrir 50 ára og eldri. Þátttakendur á hátíðinni eru um 2000 að þessu sinni og þar af eigum við Íslendingar 135. Íslensku hóparnir koma frá Ármanni, Balletskóla Eddu Scheving, Kramhúsinu og Dansstúdíó Sóleyjar Jóhannsdóttur. Sýningar fara fram á stórum útisviðum í miðbæ Funchal, höfuðborgar Madeira. Allir hóparnir komu fram í dag og munu svo sýna aftur seinna í vikunni. Það er skemmst frá því að segja að sýningar dagsins gengu glimmrandi vel. Á milli þess sem hóparnir skemmta áhorfendum með atriðum sínum, taka þeir þátt í vinnustofum af ýmsum toga.

Kramhúsið 5:15
Kramhúsið 4:14
Sóley´s boys
Silfur svanir
Ármann

Fleiri fréttir

Æfingabúðir í Keflavík

Æfingabúðir í Keflavík

Um liðna helgina stóð Fimleikasamband Íslands fyrir æfingabúðum í áhaldafimleikum kvenna. Ferenc Kováts stýrði æfingunum með aðstoð félagsþjálfara...

Valgarð með tvö silfur

Valgarð með tvö silfur

Karlalandslið Íslands hefur lokið keppni á Norður Evrópumótinu í Finnlandi. Eftir frábæran árangur gærdagsins þar sem landsliðið hafnaði í þriðja...