Fimleikahátíðin Golden age fer fram þessa vikuna á paradísareyjunni Madeira. Golden age er sýningarhátíð fyrir 50 ára og eldri. Þátttakendur á hátíðinni eru um 2000 að þessu sinni og þar af eigum við Íslendingar 135. Íslensku hóparnir koma frá Ármanni, Balletskóla Eddu Scheving, Kramhúsinu og Dansstúdíó Sóleyjar Jóhannsdóttur. Sýningar fara fram á stórum útisviðum í miðbæ Funchal, höfuðborgar Madeira. Allir hóparnir komu fram í dag og munu svo sýna aftur seinna í vikunni. Það er skemmst frá því að segja að sýningar dagsins gengu glimmrandi vel. Á milli þess sem hóparnir skemmta áhorfendum með atriðum sínum, taka þeir þátt í vinnustofum af ýmsum toga.