Select Page

Nú um helgina fór fram GK meistaramót í áhaldafimleikum og var það fyrsta mót tímabilsins. Mótið var haldið í Ármanni og keppt var í frjálsum æfingum í karlaflokki, kvennaflokki, unglingaflokki karla og kvenna, drengjaflokki og stúlknaflokki.

Í kvennaflokki sigraði Nanna Guðmundsdóttir úr Gróttu með 47.782 stig. Annað sætið hlaut Hildur Maja Guðmundsdóttir úr Gerplu með 45.933 stig og Agnes Suto, einnig frá Gerplu, hlaut þriðja sætið, aðeins hársbreidd á eftir Hildi Maju með 45.633 stig. Úrslitin úr kvennakeppninni.

Mikil spenna var í keppni í karaflokki þar sem munaði einungis 0.05 stigum á milli 1. og 2. sætis. Valgarð Reinhardsson bar sigur úr býtum og fékk samanlagt 76.650 stig og Dagur Kári Ólafsson lenti í 2. sæti með 76.600. Atli Snær Valgeirsson hafnaði í 3. sæti með 71.900. Allir æfa þeir með íþróttafélaginu Gerplu. Úrslitin úr karlakeppninni.

Úrslit úr keppni í unglingaflokki karla og kvenna, drengjaflokki og stúlknaflokki má finna hér.

Við þökkum Ármanni fyrir gott mót og óskum keppendum til hamingju með mótið.