Select Page

Sjö kvennalið og fjögur karlalið mættu til keppni á Bikarmóti í áhaldafimleikum í dag, keppnin fór fram í fimleikasal Ármanns. Fjöldi fólks mætti í stúkuna og hvatti sitt fólk áfram, mikil stemmning myndaðist þegar að liðin kepptu um Bikarmeistaratitilinn.

Gerpla 1 bar sigur úr býtum í bæði karla- og kvennakeppni, liðin vörðu því titlana sína frá því í fyrra.

Hörð keppni var í kvennakeppni en lið Gerplu sigraði á öllum áhöldum. Gerpla 1 sigraði með 141.350 stig, í öðru sæti var það lið Bjarkanna með 129.750 stig og í því þriðja hafnaði lið Stjörnunnar með 124.600 stig. Sögulegur árangur hjá liði Stjörnunnar þar sem að þetta var í fyrsta skiptið sem að lið Stjörnunar kemst á pall á bikarmóti í frjálsum æfingum í áhaldafimleikum kvenna. Innilega til hamingju með árangurinn.

Gerpla 1 sigraði örugglega í karlakeppninni með 217.861 stig, Gerpla A hafnaði í því öðru með 203.262 stig og Björk 1 í því þriðja með 193.959 stig.

Fimleikasamband Íslands þakkar öllum fyrir komunar og óskar keppendum, þjálfurum og félögum innilega til hamingju með árangurinn í dag.

Úrslit dagsins má finna hér.

Myndir frá keppninni.