Select Page

Eftir langa bið þá fór fram stór samæfing í áhaldafimleikum kvenna í morgun.

Æfingin fór fram í Gerplu, Versölum og voru 41 stúlkur í bæði kvenna og unglingaflokki sem mættu og létu ljós sitt skína. Samtals mættu 24 stúlkur úr unglingaflokki og 17 úr kvennaflokki, komu þær frá níu mismunandi félögum.

Æfingin var fyrsta samæfingin undir stjórn Ferenc í stöðu landsliðsþjálfara, honum innan handar var Þorbjörg Gísladóttir og félagsþjálfarar. Stúlkunum var skipt upp í hópa þar sem keppt var í liðakeppnum um ávaxtaverðlaun, spreyttu unglingarnir sig á 5 áhöldum og kvennaflokkur á öllum keppnisáhöldunum.

Eftir æfinguna borðuðu stúlkurnar saman samlokur frá Lemon og að lokum mætti Hreiðar frá Haus hugarþjálfun og fór yfir mikilvægi liðsheildar.

Viðburðaríkur morgun á enda og þökkum við stúlkunum, þjálfurum og félögunum fyrir frábæra fyrstu æfingu ársins.