Select Page

Allt mótahald á vegum Fimleikasambandsins á haustönn 2020 hefur verið fellt niður.

Niðurfelling móta haustannar hefur áhrif á hvernig mótahaldi vorannar verður háttað. Vinnu við mönnun tækninefnda er nú að ljúka og mun skrifstofa í samvinnu við nefndarmenn útfæra nauðsynlegar breytingar á móthaldi vorannar. Upplýsingar um fyrirkomulag munu berast félögum eins fljótt og mögulegt er.