Select Page

Í dag fagnar Fimleikasamband Íslands 53 ára afmæli sínu.

Valdimar Örn Ingólfsson, fyrsti formaður sambandsins, heiðursfélagi ÍSÍ og FSÍ stofnaði sambandið 17. maí árið 1968. Fyrsta konan til að gegna embætti var Ástbjörg Gunnarsdóttir en hún hlaut fálkaorðu árið 2009 fyrir starf sitt innan íþróttahreyfingarinnar.

Í dag eru skráð 27 fimleikafélög á Íslandi og þar af eru 14.127 iðkendur.

Við óskum öllu fimleikafólki til hamingju með daginn 🙂