Select Page

Íslenski Fimleikastiginn

Tækninefnd karla hefur ákveðið eftirfarandi breytingar á íslenska fimleikastiganum. Þau taka gildi nú þegar og verða í gildi á Bikarmóti í þrepum. Uppfærð útgáfa af íslenska fimleikastiganum er væntanleg í lok þessa keppnistímabils og mun innihalda þessar breytingar ásamt fleiri ef þörf er á í lok tímabilsins.

Varðandi keppni í íslenska fimleikastiganum

Liður 2.a) tilgreinir fjögur mót sem eru í boði til að ná þrepi. Tækninefnd karla vill fjölga þeim mótum sem koma til greina með því að bæta við vinamótum sem uppfylla þau skilyrði að vera með 2 dómara á áhaldi og annar þeirra amk. E1 dómari. Nái fimleikamaður þrepi á vinamóti þarf félagið hans að senda niðurstöðuna inn til FSÍ og biðja um skráningu á niðurstöðunni og viðurkenningu á þrepinu.

2. þrep – Hringir

  • Æfing 5 þarf ekki að vera framkvæmd úr handstöðu til að fá gildi fyrir að fara úr stuðning niður í hangandi stöðu. Í næstu uppfærslu mun textinn vera “Frjáls aðferð niður í öfuga samloku.” og verður þá hægt að framkvæma hana fyrir gildi þótt að menn fari ekki upp í handstöðu.
  • Ef fimleikamenn vefja fótum í kringum víra verður dregið 0,5 frá, en handstaðan fæst áfram gild. Fætur mega snerta víra og fá stuðning, en það má ekki vefja fótum í kringum vírana.

Dómaranámskeið

Tækninefnd karla hefur ákveðið að halda dómaranámskeið í haust fyrir byrjun næsta keppnistímabils, nákvæm dagsetning auglýst síðar. Öll núverandi dómararéttindi gilda þangað til. Á dómaranámskeiðinu getur fólk öðlast D eða E dómararéttindi og munu þau gilda fram til ársins 2025.

Tækninefnd stefnir á að halda opinn fund fyrir dómara og þjálfara og aðra áhugasama þar sem farið er yfir helstu breytingarnar á Code of Points, dagsetning auglýst síðar.

Fyrir hönd tækninefndar karla,
Formaður Tækninefndar karla – Sigurður Hrafn Pétursson