Select Page

02/12/2021

Frábær dagur hjá karla- og kvennalandsliðum Íslands í undanúrslitum á EM

Karla- og kvennalandslið Íslands í hópfimleikum áttu virkilega öflugan dag á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum. Bæði lið enduðu undankeppnina í öðru sæti og fara því beint inn í úrslitin sem fara fram á laugardaginn.

Stelpurnar byrjuðu daginn á virkilega flottum gólfæfingum og uppskáru 20.7 stig fyrir. Þær leiddu eftir tvær umferðir en enduðu daginn með 54.150 stig, 0.950 stigum á eftir Svíþjóð sem leiddi öll liðin í kvennaflokki eftir undankeppnina.

Stelpurnar eiga helling inni fyrir úrslitin sem fara fram á laugardaginn og stefnir allt í hreina lendingarkeppni milli Íslands og Svíþjóðar um titilinn í ár.

Það er ljóst að karlalandsliðið sem keppir á EM er það sterkasta sem Ísland hefur átt í áraraðir. Strákarnir voru fullir sjálfstrausts allt mótið og er stemmingin í liðinu engu lík.

Drengirnir fögnuðu ákaft þegar síðasta einkunn dagsins varð ljós enda nældu þeir sér í 19 stig á dýnunni. Þeir, líkt og stelpurnar, enduðu í öðru sæti eftir undankeppnina á eftir Svíunum. Strákarnir voru virkilega ánægðir með árangur dagsins og ætla sér stóra hluti í úrslitunum. 

Á morgun keppa unglingalandsliðin um Evrópumeistaratitilinn.

Hér verður hægt að horfa á mótið.

16:15 – Úrslit stúlknaliða og verðlaunaafending

18:30 – Úrslit blandaðraliða unglinga og verðlaunaafhending

Myndir frá mótinu má finna hér.

ÁFRAM ÍSLAND!

Fleiri fréttir

Mánuður í EM

Mánuður í EM

Þessa dagana eru úrtökumót og úrvalshópaæfingar í fullorðinsflokkum í fullum gangi. Mikil samkeppni er um sæti í landsliði Íslands sem tekur þátt í...

Bikarmeistarar í hópfimleikum

Bikarmeistarar í hópfimleikum

Bikarmót í hópfimleikum fór fram í Íþróttahúsinu Digranesi um helgina í umsjón Íþróttafélagsins Gerplu. Mótið hófst á keppni í 1.flokki og KKE á...