Select Page

Dagana 1. – 5. júní fór Berlin Cup fram, en mótið fór fram í vefútfærslu í ár þannig að keppendur sýndu æfingar sínar á netinu, en Ármann lánaði okkur aðstöðu fyrir mótið. Berlin Cup er mót fyrir juniora og átti Ísland fjóra keppendur í ár en heildarfjöldi keppenda var yfir 70 manns.

Landslið drengja ásamt þjálfurum þeirra

Landslið karla í unglingaflokki skipuðu þeir Dagur Kári Ólafsson (Gerpla), Lúkas Ari Ragnarsson (Björk), Sigurður Ari Stefánsson (Fjölnir) og Stefán Máni Kárason (Björk). Íslenska liðið lenti í 10. sæti á mótinu með 193,750 stig.

Dagur Kári átti frábært mót og endaði hann í 3. sæti á tvíslá með 12,800 stig, sem er glæsilegur árangur. Dagur er þekktur fyrir að vera einstaklega góður á bogahesti en hann hafnaði í 4. sæti á því áhaldi með 12,100 stig. Hann hafnaði einnig í 5. sæti á stökki með 12,950 stig og í 5. sæti í fjölþraut með 72,300 stig.

Íslensku keppendurnir stóðu sig einstaklega vel á mótinu og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn, þetta eru án efa efnilegir drengir sem eiga framtíðina fyrir sér. Við viljum einnig þakka Ármanni fyrir aðstöðuna.

Fyrir áhugasama þá er hægt að horfa á æfingar þeirra sem enduðu í efstu sætum hér en þar má einmitt sjá æfingu Dags Kára á tvíslá sem skilaði honum 3. sætinu. Myndir af mótinu má finna hér.