Select Page

16/03/2021

Formannafundur afstaðinn

Síðastliðinn föstudag, þann 12. mars, fór formannafundur fram í fundarsal ÍSÍ. Það var afar ánægjulegt að hittast loksins í persónu eftir að hafa hitt fulltrúa félaganna nær eingöngu á rafrænum fundum síðastliðið ár.

Mæting var góð og voru formenn- og framkvæmdastjórar flestra félaganna mættir ásamt nokkrum formönnum úr tækni- og fastanefndum FSÍ.

Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri FSÍ, opnaði fundinn og fór í gegnum stefnumótunarvinnu sambandsins. Það hefur verið ráðist í mörg stór verkefni undanfarið ár og skrifstofan staðið í miklum úrbótaverkefnum. Á fundinum var einnig farið í gegnum brottfallsgreiningu, vinnuhópa sem eru í gangi varðandi afreksmál og nýtt fræðslukerfi, landsliðsverkefni í áhalda- og hópfimleikum og var ný nefnd um Fimleika fyrir alla kynnt og komandi verkefni nefndarinnar.

Fyrir áhugasama þá eru myndir fundarins hér.

Fleiri fréttir

Mánuður í EM

Mánuður í EM

Þessa dagana eru úrtökumót og úrvalshópaæfingar í fullorðinsflokkum í fullum gangi. Mikil samkeppni er um sæti í landsliði Íslands sem tekur þátt í...

Bikarmeistarar í hópfimleikum

Bikarmeistarar í hópfimleikum

Bikarmót í hópfimleikum fór fram í Íþróttahúsinu Digranesi um helgina í umsjón Íþróttafélagsins Gerplu. Mótið hófst á keppni í 1.flokki og KKE á...