Select Page

16/03/2021

Formannafundur afstaðinn

Síðastliðinn föstudag, þann 12. mars, fór formannafundur fram í fundarsal ÍSÍ. Það var afar ánægjulegt að hittast loksins í persónu eftir að hafa hitt fulltrúa félaganna nær eingöngu á rafrænum fundum síðastliðið ár.

Mæting var góð og voru formenn- og framkvæmdastjórar flestra félaganna mættir ásamt nokkrum formönnum úr tækni- og fastanefndum FSÍ.

Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri FSÍ, opnaði fundinn og fór í gegnum stefnumótunarvinnu sambandsins. Það hefur verið ráðist í mörg stór verkefni undanfarið ár og skrifstofan staðið í miklum úrbótaverkefnum. Á fundinum var einnig farið í gegnum brottfallsgreiningu, vinnuhópa sem eru í gangi varðandi afreksmál og nýtt fræðslukerfi, landsliðsverkefni í áhalda- og hópfimleikum og var ný nefnd um Fimleika fyrir alla kynnt og komandi verkefni nefndarinnar.

Fyrir áhugasama þá eru myndir fundarins hér.

Fleiri fréttir

NM unglinga frestað

NM unglinga frestað

Norðurlandamót unglinga í áhaldafimleikum karla og kvenna og Norðurlandamót drengja sem átti að fara fram í fjarkeppni í lok maí (22. – 23. 5. 2021)...

Gleðilega páska

Gleðilega páska

Fimleiksamband Íslands óskar ykkur gleðilegra páska! Skrifstofan verður lokuð frá 1. - 5. apríl. Njótum páskanna og nýtum fjölbreyttar og...