Silvia Rós var mætt ásamt liðsfélögum hennar úr blandaða liði Íslands á Evrópumótið í hópfimleikum sem er haldið í Baku. Liðið fór á æfingu síðast liðinn miðvikudag þegar Silvia meiddist í trampolín æfingum.
“Stemmingin á æfingardeginum var geggjuð, það var stórt móment að mæta í höllina með liðinu sínu á podium, þetta er fyrsta stórmótið mitt svo þetta var mikil upplifun. Það er líka búið að vera draumur að komast í landsliðið síðan ég var 8 ára, svo það var líka stórt”
Blandaða liðið byrjaði æfinguna á dýnunni en Silvia meiddist á trampolín æfingunum.
“Ég var að gera fullhalf en týndist í loftinu og gerði bara heila skrúfu og meiddist í hnénu. Hnéið á mér er samt frekar gott miðað við að þetta gerðist bara fyrir tveimur dögum, ég get labbað í dag ef ég passa á að snúa ekki uppá hnéið”
Hún segir að stemmingin í liðinu eru góð fyrir úrslitin.
Eva Bjarkey var á leiðinni í vinkonuferð til Spánar þegar hún fékk símtal um meiðslin í liðinu og hvort hún gæti komið til Baku. Eva var í sjokki yfir fréttunum en vissi um leið að hún gæti ekki sagt nei við að koma koma til Azerbaijan.
“Ég hafði klukkutíma til að pakka á meðan mamma mín var að sækja um visa því mótið er í Azerbaijan. Síðan fór á fimleikaæfingu og gerði öll stökkin mín í semí lendingu sem gekk mjög vel, tvo fulla dansa og fór síðan beint uppá flugvöll”
Þegar hún var komin uppá flugvöll beið henni 15 klukkutíma ferðalag. Tíminn var svo lítill að hún náði ekki að láta pabba sinn vita að hún væri á leiðinni á Evrópumótið í Baku fyrr en hún var lent í London.
“Ferðalagið gekk mjög vel, ég náði að sofa í sirka fjóra klukkutíma á leiðinni, ég hélt ég væri á leiðinni uppá hótel en mér var skutlað beint uppí höll á undanúrslitin, þar sem ég var að fara inná gólfið að styðja við liðið mitt. Þannig ég var mætt inná keppnisgólf tveimur klukkutímum eftir að ég lenti í Baku. Stemmingin í höllinni er ótrúlega góð, þetta er sturluð höll og ótrúlega gaman að þetta sé á podium. Ég náði að prófa aðeins áhöldin í gær og er ótrúlega spennt og tilbúin í úrslitin. Stemmingin í liðinu er líka mjög góð, þetta eru allt góðir vinir mínir, þannig það var rosalega gaman að koma að hitta alla”