Select Page

Þá hafa bæði kvenna- og karlalið Íslands í áhaldafimleikum lokið keppni á Evrópumótinu í Þýskalandi.

Fimleikasamband Íslands tilkynnti það í fréttum hér heimasíðu sambandins að þau Valgarð Reinhardsson, Thelma Aðasteinsdóttir og Hildur Maja Guðmundsdóttir hefðu tryggt sér fjölþrautarsæti á Heimsmeistaramótið, í Liverpool, Englandi, sem fer fram dagana 29. október – 6. nóvember næstkomandi.

Jónas Ingi á HM!

Eftir að karlalið Íslands hafði lokið keppni á EM þá var það nokkuð ljóst að Jónas Ingi Þórisson væri grátlega nálægt því að tryggja sér fjölþrautasæti á HM. Jónas Ingi varð því að láta sér nægja að vera fyrsti varamaður inn á mótið. Rétt í þessu var Fimleikasamband Íslands að fá staðfestingu á því að Jónas Ingi hefur tryggt sér sæti á HM. Ísland á þvi fjóra glæsilega fulltrúa á HM í ár!

Enn og aftur þá óskar Fimleikasamband Íslands þeim Valgarði, Thelmu, Hildi og honum Jónasi Inga, þjálfurum þeirra og Gerplu innilega til hamingju með fjölþrautasætið sitt á HM og góðs gengis í undirbúningi.