Select Page

Alþjóða Fimleikasambandið (FIG) hefur nú staðfest að Valgarð Reinhardsson, Íslandsmeistari í áhaldafimleikum náði að tryggja sér fjölþrautarsæti á Heimsmeistarmótinu eftir glæsilegt Evrópumót í Munich. Heimsmeistaramótið fer fram í Liverpool, dagana 29. október – 6. nóvember.

Valgarð hafnaði í 42. sæti í fjölþrautarkeppninni með 77.098 stig og var 12. fjölþrautarkeppandinn til þess að vinna sér sæti á HM. En í ár er fyrsta skiptið sem litið er til Evrópumóts þar sem aðeins 13 efstu liðin frá liðakeppninni vinna sér inn þátttökurétt á HM. Aðeins 24 fjölþrautakeppendur, af þessum liðum undanskildum vinna sér inn þátttökurétt á mótið.

Thelma Aðalsteinsdóttir og Hildur Maja Guðmundsdóttir tryggðu sér einnig sæti á Heimsmeistaramótinu eftir stórgott Evrópumót.

Fimleiksamband Íslands óskar Valgarð, Thelmu og Hildi Maju, þjálfurum þeirra og Gerplu innilega til hamingju með frábæran árangur og góðsgengis í undirbúningnum.

Hér má sjá fleiri myndir frá Evrópumótinu