Select Page

Nú styttist í Norðurlandamót fullorðinna og unglinga í áhaldafimleikum sem fram fer í Versölum, dagana 2. – 3. júlí. Það þarf margar hendur til að mót að þessari stærðargráðu gangi vel og vantar enn sjálfboðaliða í ýmis hlutverk.

Sjálfboðaliðar fá frítt inn á mótið og hádegismat. Sjálfboðaliði þarf að vera orðin á 18 ára.

Hlutverk:

  • Línudómari
  • Ritari
  • Tímavörður

Tímasetningar:

  • Laugardagur kl. 8:30 – 13:10 – Keppni í unglingaflokki
  • Laugardagur kl.14:30 – 20:40 – Keppni í fullorðinsflokki
  • Sunnudagur kl. 10 – 16 – Keppni í fullorðins- og unglingaflokki

SKRÁÐU ÞIG HÉR! eða sendu tölvupóst á thorbjorg@fimleikasamband.is

Um mótið

Á mótinu er keppt í liðakeppni, fjölþraut og í úrslitum á einstökum áhöldum, bæði í fullorðinsflokki og unglingaflokki.

🔗Allar helstu upplýsingar um mótið og miðasölu má finna á fimleikasamband.is/nm-2022