Select Page

22/02/2022

Ferðalagið hafið hjá Nonna

Nonni er lagður af stað á Apparatus World Cup mótaröðina, eftir smávægilegar breytingar á ferðaáætlun að sökum veður, þá er hann loksins lagður af stað. Með honum í för er þjálfarinn hans Yuriy Shalimov, Helga Svana Ólafsdóttir og Björn Magnús Tómasson, Alþjóðlegur dómari.

Fyrsta stop er Cottbus, Þýskaland.

Sjá hér frétt um mótaröðina

Nonni missir því miður af fyrstu æfingunni í Cottbus en í stað þess skellti hann sér á æfingu í morgunsárið, í heimasal sínum Ármann, Nonni mætir svo sterkur til leiks á Podium æfingu í Cottbus á morgun. Þá næst er það keppnisdagur en keppt er á hringjum, fimmtudaginn 24.febrúar, klukkan 15:40 á íslenskum tíma. Myndbönd af æfingunum hans á keppnisdag koma inn á Youtube síðu sambandsins skömmu eftir keppni en að auki verður hægt að fylgjast með ferðalaginu, æfingum og keppni næstu daga á Instagram síðu sambandsins.

Fimleikasambandi Íslands óskar Nonna og hans föruneyti góðs gengis á næstu dögum – Áfram Ísland!

Fleiri fréttir

Mánuður í EM

Mánuður í EM

Þessa dagana eru úrtökumót og úrvalshópaæfingar í fullorðinsflokkum í fullum gangi. Mikil samkeppni er um sæti í landsliði Íslands sem tekur þátt í...

Bikarmeistarar í hópfimleikum

Bikarmeistarar í hópfimleikum

Bikarmót í hópfimleikum fór fram í Íþróttahúsinu Digranesi um helgina í umsjón Íþróttafélagsins Gerplu. Mótið hófst á keppni í 1.flokki og KKE á...