Nonni er lagður af stað á Apparatus World Cup mótaröðina, eftir smávægilegar breytingar á ferðaáætlun að sökum veður, þá er hann loksins lagður af stað. Með honum í för er þjálfarinn hans Yuriy Shalimov, Helga Svana Ólafsdóttir og Björn Magnús Tómasson, Alþjóðlegur dómari.
Fyrsta stop er Cottbus, Þýskaland.
Nonni missir því miður af fyrstu æfingunni í Cottbus en í stað þess skellti hann sér á æfingu í morgunsárið, í heimasal sínum Ármann, Nonni mætir svo sterkur til leiks á Podium æfingu í Cottbus á morgun. Þá næst er það keppnisdagur en keppt er á hringjum, fimmtudaginn 24.febrúar, klukkan 15:40 á íslenskum tíma. Myndbönd af æfingunum hans á keppnisdag koma inn á Youtube síðu sambandsins skömmu eftir keppni en að auki verður hægt að fylgjast með ferðalaginu, æfingum og keppni næstu daga á Instagram síðu sambandsins.
Fimleikasambandi Íslands óskar Nonna og hans föruneyti góðs gengis á næstu dögum – Áfram Ísland!