Select Page

17/11/2022

Ferðalagið hafið á Norður Evrópumót

Karlalandslið Íslands er lagt af stað á Norður Evrópumót sem fer fram í Jyväskylä, Finnlandi um helgina. Landsliðið lagði af stað með flugi til Helskini snemma í morgun og tekur svo við 4 klukkustunda lestarferð til Jyväskylä.

Strákarnir mæta á æfingu í fyrramálið og liðakeppni hefst svo klukkan 09:00 á íslenskum tíma laugardaginn 19. nóvember. Úrslit á einstökum áhöldum hefjast svo á sunnudaginn 20. nóvember, klukkan 09:00. Átta lið eru skráð til leiks í karlakeppninni, þau eru: Ísland, Skotland, Danmörk, England, Wales, Noregur, Svíþjóð og Finnland. Hvetjum við ykkur að fylgist með á samfélagsmiðlum okkar á næstu dögum en þar birtum við meðal annars fréttir um niðurstöður mótsins.

Karlalandslið Íslands skipa:

  • Atli Snær Valgeirsson – Gerpla
  • Ágúst Ingi Davíðsson – Gerpla
  • Dagur Kári Ólafsson – Gerpla
  • Jónas Ingi Þórisson – Gerpla
  • Martin Bjarni Guðmundsson – Gerpla
  • Valgarð Reinharsson – Gerpla

Fararstjóri í ferðinni er Helga Svana Ólafsdóttir, þjálfarar eru þeir Róbert og Viktor Kristmannsson. Þeir Guðmundur Þór Brynjólfsson og Þorsteinn Hálfdánarson ferðast til Finnlands á morgun en þeir dæma mótið fyrir hönd Íslands.

Úrslitaþjónusta

Hér verður hægt að fylgjast með úrslitum mótsins.

Fimleikasamband Íslands óskar karlalandsliði Íslands góðs gengis og fylgjumst við spennt með þessum glæsilegu fulltrúum Íslands.

Fleiri fréttir

Mánuður í EM

Mánuður í EM

Þessa dagana eru úrtökumót og úrvalshópaæfingar í fullorðinsflokkum í fullum gangi. Mikil samkeppni er um sæti í landsliði Íslands sem tekur þátt í...

Bikarmeistarar í hópfimleikum

Bikarmeistarar í hópfimleikum

Bikarmót í hópfimleikum fór fram í Íþróttahúsinu Digranesi um helgina í umsjón Íþróttafélagsins Gerplu. Mótið hófst á keppni í 1.flokki og KKE á...