Ferðalagið á EM í áhaldafimleikum er hafið. Karla- og kvennalandslið Íslands eru komin til Tyrklands eftir langt ferðalag. Ferðalagið gekk smurt fyrir sig og nýttum við tímann á milli fluga vel. Stoppað var í Danmörku þar sem að keppendur höfðu tíma til þess að taka stutta æfingu.
Bæði liðin tóku stutta æfingu í æfingarsalnum í gær og eru landsliðin almennt mjög ánægð með áhöldin og salina. Við fengum að kíkja í keppnissalinn sem er hinn glæsilegasti, við bíðum spennt eftir að fá að prufa áhöldin.
Karlarnir mæta svo á Podiumæfingu í dag, en upphitun hjá þeim byrjaði klukkan 11:00 á íslenskum tíma.
Konurnar eiga Podiumæfingu á morgun og keppa karlarnir þriðjudaginn, næstkomandi.
Keppnistími
- Karlakeppni
- Þriðjudagurinn 11. apríl – Sub 3
- Keppni hefst kl. 14:30 á íslenskum tíma
- Kvennakeppni
- Miðvikudagurinn 12. apríl – Sub 1
- Keppni hefst kl. 07:00 á íslenskum tíma
Bein streymi frá Qualifications
European Gymnastics munu streyma mótinu. Við hvetjum því alla heima til þess að fylgjast með glæsilegasta fimleikafólki landslins á Evrópumótinu í áhaldafimleikum.
ÁFRAM ÍSLAND!