Fulltrúar fimleikasambands Íslands eru mætt á EYOF sem fer fram um þessar mundir í Maribor, Slóveníu. Unglingalandslið Íslands skipa þau, Auður Anna Þorbjarnardóttir, Kristjana Ósk Ólafsdóttir, Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Ari Freyr Kristinsson, Lúkas Ari Ragnarsson og Stefán Máni Kárason.
Podiumæfingar gengu vel
Strákarnir áttu Podiumæfingu í gær og stelpurnar í dag, æfingarnar gengu vel og voru keppendur ánægðir með áhöldin í keppnissalnum. Á milli æfinga hafa þau verið að njóta sín í flottu „Ólympíuþorpinu“ þar sem að margt skemmtilegt er um að vera.
Kristjana fánaberi!
Setningarhátíðin var haldin hátíðleg í gærkvöldi og gaman er að segja frá því að Kristjana Ósk fékk þann heiður að bera fána Íslands í skrúðgönunni með Bernhard, handboltastrák. Þau Kristjana Ósk og Bernhard tóku sig vel út með fánan, eins og sjá má á þessari mynd. Meira um það má hér.
Næstu tveir dagar – keppnisdagar
Á morgun er komið að stóru stundinni hjá strákunum en keppni hefst klukkan 11:35 á íslenskum tíma. Miðvikudaginn, 26. júlí stíga svo stelpurnar á stóra sviðið, en keppnin hjá þeim hefst klukkan 10:00 á íslenskum tíma.
Beint streymi
Beint streymi verður frá mótinu. Hvetjum við allt fimleikaáhugafólk á að fylgjast með glæsilegum fulltrúm Íslands.
Við minnum á myndasíðu sambandsins, en allar myndir teknar af fimleikasambandinu verða birtar þar í lok móts. Myndir frá Podiumæfingum eru komnar inn á síðuna.
Áfram Ísland!