Select Page

10/02/2021

Evrópumót í hópfimleikum í desember 2021

EM í desember - covermynd

Evrópumót í hópfimleikum mun fara fram í desember 2021 í Porto, Portúgal.

Mótið átti upprunalega að fara fram í Kaupmannahöfn í Danmörku í október 2020, en vegna covid var ekki hægt að halda mótið á þeirri tímasetningu. Í kjölfarið sagði Danmörk sig frá sem mótshaldari og var hafist handa við að finna nýja dagsetingu og nýjan mótshaldara. Nokkur lönd sóttust eftir því að halda mótið og varð það að lokum í höndum Portúgals að verða nýr mótshaldari fyrir EM 2021.

Venjan er að Evrópumót séu á sléttu ári og Norðurlandamót fullorðinna á oddatölu ári. Vegna nýrrar tímasetningar hefur Norðurlandamóti verið aflýst, en mótið átti fara fram á Íslandi í nóvember 2021. Mótið verður því næst haldið á Íslandi 2023.

Fleiri fréttir

Podium æfing

Podium æfing

Kvennalandslið Íslands í áhaldafimleikum hefur nú lokið podium æfingu á Evrópumótinu í Munich í Þýskalandi. Á podium æfingu fá keppendur að gera...