Sú erfiða ákvörðun hefur verið tekin af Fimleikasambandi Íslands og undirbúningsnefnd Euorgym, í samvinnu við Evrópska Fimleikasambandið að hætta við Eurogym hátíðina sem átti að fara fram 4.-8.júlí 2021. Við sjáum ekki fram á að geta haldið hátíðina í þeirri mynd sem áætlað var og staðið undir þeim væntingum sem þátttakendur gera til Eurogym þar sem hátíðin snýst um sýna sig og sjá aðra. Við erum vonsvikin yfir því að hafa ekki fengið tækifæri til að halda hátíðina en fyrst og fremst viljum við sýna gott fordæmi á óvissutímum.
Við vonum að hóparnir ykkar haldi áfram að æfa sig og hafi mögulega tækifæri á að taka í Eurogym árið 2022 í Swiss. Fimleikasambandið mun standa fyrir viðburði fyrir þennan hóp sem ætlaði sér að taka þátt í Eurogym en nánari útfærsla og tímasetning verður skoðuð með félögunum.