Select Page

Íslensku landsliðin lögðu af stað til Azerbaijan í gær þar sem Evrópumót í hópfimleikum fer fram dagana 16. – 19. október. Alls eru um 100 manns frá Íslandi, í þeim hópi eru keppendur í fullorðins- og unglingaflokki, þjálfarar, sjúkraþjálfarar, sálfræðingur, dómarar, starfsfólk Fimleikasambandsins og fjölmiðlar. 

Æfingar U18 fara fram á morgun, en blandaða lið fullorðna og kvennaliðið æfa í keppnishöllinni á miðvikudaginn. Mótið hefst einnig á miðvikudaginn, þar sem undankeppni U18 fer fram og á fimmtudag er undanúrslit í fullorðinsflokki. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir tímasetningar keppnisdagana. 

Streymi og einkunnir 

Evrópska Fimleikasambandið verður með beint streymi frá mótinu og hér má fylgjast með einkunnum mótsins. 

Úrslit fullorðins flokka verður einnig sýnd á Rúv og Rúv 2 laugardaginn 19. október 

  • Kvenna lið: Rúv 2 kl 7.55 á íslenskum tíma 
  • Blandað lið: Rúv kl 9.55 á íslenskum tíma 
  • Karla lið: Rúv kl 11.55 á íslenskum tíma 

Skemmtilegar staðreyndir 

  • Ísland sendir 5 lið á Evrópumótið, 3 lið í U18 og kvenna og blandað lið í fullorðins flokki. 
  • Ísland sendi síðast blandað lið í fullorðis flokki árið 2018 og hafnaði það lið í 3. sæti. 
  • 14 lönd, 542 keppendur, 304 fullorðnir og 238 unglingar.
  • 8 kvennalið og 10 blönduð lið í fullorðinsflokki.
  • Andrea Sif er að keppa á sínu sjötta Evrópumóti í fullorðinsflokki og er fyrsta konan til þess að keppa á sex Evrópumótum. Hún á þó metið með Anders Winther frá Danmörku, sem hefur einnig keppt á sex Evrópumótum í fullorðinsflokki.  
  • Helgi er að keppa á sínu fjórða Evrópumóti í fullorðinsflokki og er einnig þjálfari drengjaliðsins í ár. 
  • Ásta og Bryndís sem voru í all-star liðinu á EM 2022 eru báðar í kvennaliðinu í ár. 

ÁFRAM ÍSLAND!