Select Page

Landsliðsþjálfarar í áhaldafimleikum karla og kvenna hafa valið keppendur á Evrópumótið í áhaldafimleikum. Mótið verður haldið í Sviss dagana 21. – 25. apríl 2021.

Fyrir hönd Íslands í áhaldafimleikum kvenna keppa:

Guðrún Edda Min Harðardóttir, Björk
Hildur Maja Guðmundsdóttir, Gerplu
Margrét Lea Kristinsdóttir, Björk
Nanna Guðmundsdóttir, Gróttu

Fyrir hönd Íslands í áhaldafimleikum karla keppa:

Jón Sigurður Gunnarsson, Ármanni
Jónas Ingi Þórisson, Gerplu
Martin Bjarni Guðmundsson, Gerplu
Valgarð Reinhardsson, Gerplu

Fimleikasamband Íslands óskar keppendum innilega til hamingju með landsliðssætin og óskar þeim góðs gengis í undirbúningi fyrir mótið.