Select Page

Íslenska karlalandsliðið í áhaldafimleikum er mætt á Evrópumót í Rimini á Ítalíu. Landsliðið skipa þeir Atli Snær Valgeirsson, Ágúst Ingi Davíðsson, Dagur Kári Ólafsson, Martin Bjarni Guðmundsson og Valgarð Reinhardsson. Þjálfarar eru Viktor Kristmannsson og Ólafur Garðar Gunnarsson.

Í dag fór fram podium æfing, en það er eina æfingin þar sem liðin fá að prófa áhöldin keppnissalnum fyrir mótið. Aðstaða til æfinga og keppni er góð hér í Rimini og strákarnir ánægðir með áhöldin. Æfingin sjálf í dag gekk mjög vel og strákarnir orðnir spenntir að keppa á meðal þeirra bestu í Evrópu.

Íslensku strákarnir keppa miðvikudaginn 24. apríl og hefst keppni klukkan 08:00 á íslenskum tíma, þeir byrja á hringjum.

Streymt er frá mótin og má finna hlekk á streymið hér.

Úrslitin birtast hér.

Unglingalið Íslands keppir fimmtudaginn 25. apríl en þá munu þeir Kári Pálmason og Lúkas Ari Ragnarsson stíga á stóra sviðið, þjálfarar eru Hróbjartur Pálmar Hilmarsson og Ólafur Garðar Gunnarsson. Þeirra keppni hefst klukkan 12:00 á íslenskum tíma og streymi frá þeirra keppni má finna hér, streymið á unglinakeppnina kostar 8 evrur.

Fimleikasambandið óskar keppendum og þjálfurum góðs gengis.