Select Page

Unglingarnir okkar hafa lokið keppni á EM. Þeir Kári Pálmason og Lúkas Ari Ragnarsson, stóðu sig með mikilli prýði á Evrópumótinu í dag og sóttu sér afar dýrmæta reynslu í bankann. Þetta var annað Evrópumótið hans Lúkasar Ara en fyrsta Evrópumótið hans Kára.

Smávægileg meiðsli settu aðeins strik í reikninginn hjá Kára, en hann varð því miður að skrá sig úr keppni á þremur áhöldum en stóð sig vel á tvíslá, bogahesti og endaði svo á glæsilegri seríu á hringjum með því að pinna afstökkið. Lúkas Ari keppti á öllum áhöldum og stóð sig frábærlega og greinilegt að æfingar undanfarinna vikna eru að skila sér í glæsilegri framkvæmd og öryggi.

Úrslit mótsins má finna hér.

Myndir frá mótinu.

Fimleikasambandið óskar Kára, Lúkasi Ara og þjálfurum þeirra innilega til hamingju með mótið og hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni.