Einn af okkar bestu dómurum í áhaldafimleikum karla fékk boð frá kínverska fimleikasambandinu að dæma kínverska meistaramótið.
Það má ætla að þetta mót sé með þeim sterkari í heiminum þar sem kínverskir fimleikamenn hafa í áraraðir verið á meðal fremstu fimleikamanna í heimi. Þetta er mikill heiður fyrir Björn Magnús sem lætur vel af sér í Kína og hefur verið að dæma hringina síðustu daga. Það eru fjórir dagar eftir af mótinu og nóg að gera hjá okkar manni.
Fimleikasambandið er stolt af því að eiga dómara á heimsmælikvarða og óskar Birni Magnúsi til hamingju með þetta verkefni.