Select Page

Bikarmót í stökkfimi fer fram í íþróttahúsi Gróttu laugardaginn næstkomandi.

Keppnin skiptist í A deild og B deild. Keppt er í þremur flokkum; kvennaflokkum, karlaflokkum og flokkum
blandaðra liða
, þar sem liðin samanstanda af 4 til 8 keppendum.

Í stökkfimi er keppt á þremur áhöldum: gólfi, dýnu og trampólíni. Ekki þarf að skrá sig til keppni á öllum áhöldum og verðlaun eru veitt á einstökum áhöldum. Aðeins eru krýndir Bikarmeistarar í A-deild.

Keppni í B deild hefst kl. 14:00 og keppni í A deild hefst kl. 17:05. Hér má sjá mótaskipulagið í heild sinni.

Miðasala er hafin

Selt verður inn á báða hluta mótsins . Athugið að miði á fyrri hlutann gefur EKKI aðgang á seinni hlutann. Áhorfendur á mótsstað þurfa að bera grímu, þeir þurf að passa upp á að ekki verði nein hópamyndun og fylgja þeim reglum sem settar eru á mótsstað í einu og öllu.

Selt verður inn á báða hluta mótsins og er miðasala hafin á tix.is. Athugið að miði á fyrri hlutann gefur EKKI aðgang á seinni hlutann. Samkvæmt reglum yfirvalda um sóttvarnir þurfum við að selja í merkt sæti, fylla þarf út persónuupplýsingar við kaup á miða vegna smitrakninga og tryggja þarf eins metra fjarlægð á milli hópa. Mikilvægt er því að hver og einn sitji í sínu sæti í stúkunni og færi sig ekki. Þegar keyptir eru nokkrir miðar saman á tix.is þá sitja þeir aðilar saman, það er því mikilvægt að þeir sem ætla að horfa á mótið saman passi upp á að kaupa miða í einni færslu.

Við óskum keppendum góðs gengis á mótinu!