Select Page

Bikarmót í hópfimleikum fór fram í Fimleikahúsi Fjölnis um helgina þar sem að allt okkar besta hópfimleikafólk var mætt til leiks og sýnd voru frábær tilþrif. Mótið endaði með glæsibrag, þegar að kvennalið Stjörnunar sigraði mótið með 53.495 stigum, en liðið var með hæstu einkun á öllum áhöldum. Í öðru sæti var lið Gerplu með 49.265 og í því þriðja var Selfoss með 42.110 stig. 

Í karlaflokki sigraði lið Stjörnunar með 50.545 stig og í flokki blandaðs lið sigraði Selfoss með 39.810 stig.

Mótið var sýnt í beinni útsending á RÚV og var það allt hið glæsilegasta.   

Úrslitin er hægt að nálgast hér: https://live.sporteventsystems.se/score/WebScore/2160

Við óskum öllum keppendum og þjálfurum til hamingju með árangurinn og daginn.