Select Page

Nú er fyrri degi Bikarmóts í hópfimleikum lokið, en á morgun mætir meistaraflokkur til leiks og verður sú keppni sýnd í beinni útsendingu á Rúv kl 16:00.

Bikarmótið í 1.flokki var einnig úrtaka fyrir Norðurlandamót unglinga, þar sem að tvö efstu liðin í stúlknaflokki og blönduðum flokki á Bikarmótinu unnu sér inn þátttökurétt.

Í 1.flokki stúlkna sigraði Gerpla með 50.130 stigum og vann sér því inn þátttökurétt á Norðurlandamóti unglinga ásamt liði Stjörnunnar sem varð í öðru sæti með 44.065 stig. Lið Fjölnis varð í þriðja sæti með 42.840 stig. 

Í 1.flokki blandaðra liða sigraði Gerpla með 42.510 stigum og vann sér því inn þátttökurétt á Norðurlandamóti unglinga ásamt liði Hattar sem varð í öðru sæti með 42.410 stig. Lið Keflavíkur í þriðja sæti með 38.845 stig.

Í 1.flokk stúlkna B var eitt lið mætt til keppni, FIMAK sem fékk 42.895 stig.

Tvö lið mættu til leiks í KK eldri og þar sigraði lið Aftureldingar með 41.160 stigum og lið Fjölnis varð í öðru sæti með 30.395 stig.

í 2.flokki stúlkna sigraði Stjarnan 1 með 50.095 stigum. Lið Selfoss varð í öðru sæti með 47.795 stig og Grótta í þriðja sæti með 47.595 stig

í 2.flokki blandaðra liða sigraði lið Gerplu með 29.190 stig.

Keppt var í þremur flokkum í stökkfimi 2.flokk, kk eldri, og 1.flokk/meistaraflokk.

Í 2.flokki mættu þrjú lið til leiks og þar sigraði Grótta með 35.300 stigum. Lið ÍA varð í öðru sæti með 34.400 stig og Þór í þriðja sæti með 33.350 stig

Aðeins eitt lið mætti til leiks í KK eldri en það var lið Gróttu sem fékk 22.450 stig.

Þrjú lið mættu til leiks í 1.flokk/meistaraflokk og þar sigraði lið FIMAK/Höttur með 41.000 stig. Í 2. sæti var Keflavík með 39.500 stig og FIMAK í því þriðja með 36.250 stig.

Úrslitin er hægt að nálgast hér: https://live.sporteventsystems.se/score/?country=isl&year=2022

Við óskum öllum keppendum og þjálfurum til hamingju með árangurinn og daginn.