Select Page

Bikarmótið í hópfimleikum fer fram í íþróttahúsinu Digranesi, sunnudaginn 5. mars í umsjón Íþróttafélagsins Gerplu, mótið hefst kl.16:00.

Í kvennaflokki eru fjögur lið skráð til keppni, þau eru; Lið FIMAK, Gerplu, ÍA og Stjörnunnar. Lið Störnunnar á titil að verja og búast má við harðri baráttu um titilinn.

Í karlaflokki og blönduðum flokki er sitthvort liðið skráð til keppni, Stjarnan í karlaflokki og Gerpla í blönduðum flokki.

RÚV útsending

fyrir þá sem sjá sér ekki fært á að mæta í stúkuna þurfa ekki að örvænta, mótið er sýnt í beinni útsendingu á RÚV og hefst útsending kl.16:00.

Skipulag mótsins má finna hér.

Facebook viðburður.