Níu kvennalið og fjögur karlalið mættu til keppni á Bikarmót í áhaldafimleikum sem fram fór í Íþróttahúsi Gerplu í dag. Fjöldi fólks mætti í stúkuna og hvatti áfram okkar besta fimleikafólk. Í dag var keppt í liðakeppni í frjálsum æfingum karla og kvenna og voru keppendur yfir 70 talsins.
Hörð keppni var um bikarmeistaratitilinn í kvennakeppni í ár en alls voru níu lið mætt til leiks, frá sjö félögum. Gerpla A bar sigur á hólmi með 135.999 stig. Annað sætið hlaut lið Bjarkanna með 131.799 stig. Lið Gróttu hreppti þriðja sætið með 127.665 stig.
Í karlaflokki var það Gerpla 1 sem varði bikarmeistaratitilinn frá því í fyrra með 228.961 stig. Þar að auki hlutu þeir flest stig á öllum á áhöldum. Annað sætið hlaut Gerpla A með 197.928 stig. Karlalið Bjarkanna hafnaði í þriðja sæti með 190.928 stig.
Bikarmeistarar í kvennaflokki – Gerpla 1
- Agnes Suto
- Dagný Björt Axelsdóttir
- Hildur Maja Guðmundsdóttir
- Kristjana Ósk Ólafsdóttir
- Thelma Aðalsteinsdóttir
Bikarmeistarar í karlaflokki – Gerpla 1
- Atli Snær Valgeirsson
- Dagur Kári Ólafsson
- Jónas Ingi Þórisson
- Martin Bjarni Guðmundsson
- Valgarð Reinhardsson
Myndir frá Bikarmótinu munu birtast á myndasíðu sambandsins.
Við óskum öllum keppendum og þjálfurum til hamingju með árangurinn