Select Page

Síðastliðna helgi fór fram þing hjá Evrópska Fimleikasambandinu (EG) í Prag. Ísland átti fjóra flotta fulltrúa á þinginu, þær Sólveigu Jónsdóttur, Sigurbjörgu Fjölnisdóttur, Bergþóru Kristínu Ingvarsdóttur og Hlíf Þorgeirsdóttur.

Bergþóra Kristín bauð sig fram í tækninefnd hópfimleika, þar sem hún flaug inn með fullt hús stiga. Það er heiður fyrir okkur Íslendinga að eiga svo glæsilegan fulltrúa í tækninefnd evrópskra fimleika allavega næstu fjögur árin og hlökkum við mikið til að fylgjast með Bergþóru í nýju og spennandi hlutverki.

Þær Hlíf og Sólveig voru gullmerktar á þinginu, fyrir þeirra miklu og góðu störf fyrir evrópska fimleika síðastliðin ár og að auki var Hlíf heiðruð með heiðursverðlaunum fyrir sín góðu störf sem formaður Fimleikar fyrir alla nefndarinnar og setu hennar í stjórn sambandsins.