Þetta er þriðja árið í röð þar sem Ásta er í úrvalsiðinu á Evrópumótinu í hópfimleikum en hún komst í úrvalsliðið fyrir stórfenglegar æfingar sínar á dýnu. Hún var fyrsta íslenska konan til að framkvæma stökk í framumferð á dýnunni, heil skrúfa krafstökk tvöfallt heljarstökk með hálfum snúningi.
Laufey, sem er einnig í kvennalandsliði Íslands komst í úrvalsliðið fyrir magnaðar æfingar sínar á trampolíni. Þetta er í fyrsta Evrópumót Laufeyjar í A landsliðinu og má því segja að þetta sé frábær árangur.
Svíþjóð og Danmörk eiga einnig marga fulltrúa í úrvalsliðinu.



