Select Page

Þeir Dagur Kári Ólafsson, Jón Sigurður Gunnarsson (Nonni) og Valgarð Reinhardsson (Valli) eru mættir til Cottbus, Þýskalands. Róbert Kristmannsson, þjálfari, Helga Svana Ólafsdóttir, farastjóri og Daði Snær Pálsson, dómari fylgdu strákunum út. Apparatus World Cup keppnin í Cottbus er seinni hluti ferðalags strákanna en í síðustu viku voru þeir staddir í Cairo, Egyptalandi að keppa.

Strákarnir eru vel stemmdir og búnir að koma sér fyrir á hótelinu, mættu þeir á æfingu í gær og tók svo við Podiumæfing í dag. Undanúrslit hefjast á morgun klukkan 15:40 á íslenskum tíma, þar sem keppt verður á gólfi, bogahesti og hringjum. Á föstudag fer svo fram keppni á stökki, tvíslá og svifrá, sem hefst klukkan 15:40 á íslenskum tíma. Upplýsingar um í hvaða umferð strákarnir keppa og nákvæmari keppnistími verður birtu í Instagram Story fyrir keppni. Endilega fylgist með þar.

Okkar menn eru skráðir til keppni á eftirfarandi áhöld;

  • Dagur Kári – bogahestur, tvíslá og svifrá
  • Valgarð – gólfi, tvíslá og svifrá
  • Nonni – hringir

Pay-per-view á FIGTV – úrslitin

Því miður er ekki boðið upp á beint streymi frá undanúrslitadögunum en FIGTV mun bjóða upp á beint streymi til sölu á síðunni sinni báða úrslitadagana. Sjá hér. Stefnum við á að birta myndbönd af keppnisæfingum íslensku strákana í Instagram Story sem fyrst eftir að keppni þeirra líkur.

Úrslit

Hér verður hægt að fylgjast með úrslitum.

Fimleikasamband Íslands óskar Cottbus liðinu okkar góðs gengis á morgun og hinn – Áfram Ísland!