Select Page

Andrea Sif er að keppa á sínu sjötta Evrópumóti í fullorðinsflokki og er fyrsta konan til þess að keppa á sex Evrópumótum. Hún á þó metið með Anders Winther frá Danmörku, sem hefur einnig keppt á sex Evrópumótum í fullorðinsflokki. Andrea segist vera mjög stolt af titlinum.  

Þetta er þriðji Evrópumeistaratitillinn hennar, hún hefur unnið einu sinni í U18 og tvisvar sinnum með A landsliðinu, sem er ótrúlegaur árangur. Hún segir þetta alltaf vera jafn gaman og tilfinninguna vera ólýsandi.

“Það er geggjað að ná þessu í fyrsta skiptið og gera þetta aftur og aftur það er eitthvað annað. Það er ekkert sem lýsir því að ná markmiðinu sínu og maður er búinn að vinna svo lengi að þessu og allt er einhvernveginn þess virði”