Select Page

​Íslandsmótið í hópfimleikum nálgast með spennandi keppni í vændum

Dagana 10.-13. apríl verður fimleikahúsið, Vesturgötu 130 á Akranesi miðpunktur fimleikahreyfingarinnar þegar Íslandsmótið í hópfimleikum fer þar fram. 2. flokkur opnar helgina með keppni fimmtudaginn 10. apríl og líkur helginni með keppni í 3. flokk A, sunnudaginn 13. apríl. Föstudagseftirmiðdag tökum við á móti meistaraflokkunum en ríkjandi íslandsmeistarar í kvennaflokki takast á við lið Gerplu og Selfoss, Stjarnan og heimamenn ÍA senda lið til keppni í flokki blandaðra liða og keppir karlalið Stjörnunnar í keppni karla.

Miðasala fer fram á stubb.is og hefst mánudaginn 7. apríl, kl. 08:00 – hvetjum við alla til að tryggja sér miða sem fyrst þar sem takmarkað pláss er í stúkunni.

Við hvetjum allt fimleikaáhugafólk til að fjölmenna á Akranes og styðja sitt lið í þessari stórkostlegu fimleikaveislu. Fyrir þá sem ekki komast, mun RÚV sýna beint frá keppni meistaraflokks föstudaginn 11. apríl kl. 17:00.

👉 Skipulag keppninnar má finna hér

🔥 Íslandsmótið í tölum 🔥

🏆 4 dagar af spennu og keppnisanda
🏅 14 félög mætast í baráttunni
💥 65 lið berjast um sigurinn
610 keppendur!

📸 Myndir frá mótinu verða birtar hér