Select Page

Fyrstu æfingar í hæfileikamótun og hjá úrvalshópum unglinga í hópfimleikum voru haldnar á Akranesi sunnudaginn 12. mars 2023. Þjálfara í hæfileikamótun og úrvalshópum unglinga má sjá hér.

Hæfileikamótun

Á æfingu í hæfileikamótun mætti 41 iðkandi, en þar spreyttu iðkendur sig á öllum áhöldum, dýnu- og trampólínstökki og sýndu þjálfurum lágmarkskröfur í gólfæfingum. 

Í hæfileikamótun eru iðkendur fæddir 2007-2011. Hæfileikamótun er fyrir iðkendur sem uppfylla lágmarkskröfur inn á hæfileikamótunaræfingar en hafa ekki enn náð lágmarkskröfum inn á úrvalshópaæfingar. Markmiðið er að skapa vettvang fyrir iðkendur til að æfa saman, læra af hvor af öðrum og kynnast sem samherjar en ekki mótherjar. Áhersla er lögð á samvinnu félaga og þjálfara.

Lágmarkskröfur og fleiri upplýsingar fyrir seinni æfingu í hæfileikamótun á árinu 2023 er komin á heimasíðu sambandsins og má finna með því að smella hér.

Mynd frá æfingu í hæfileikamótun 12. mars 2023.

Úrvalshópar

Á æfingu í úrvalshópum drengja og stúlkna mættu 40 stelpur og 15 strákar. Iðkendur gerðu undirbúningsæfingar með þjálfurum, sýndu sín bestu stökk og lágmarkskröfur í gólfæfingum. 

Í úrvalshópum eru iðkendur fæddir 2007-2010. Þar eru iðkendur sem uppfylla ákveðnar lágmarkskröfur sem landsliðsþjálfarar gefa út. Kröfur eru sendar á félögin og eru aðgengilegar á heimasíðu Fimleikasambandsins. 

Dagskrá fyrir úrvalshópa unglinga 2023 og lágmarkskröfur fyrir æfingar á árinu eru komnar á heimasíðu sambandsins og má finna með því að smella hér.

Mynd frá æfingu úrvalshópa 12. mars 2023