Select Page

Æfingadagur á Evrópumóti í hópfimleikum hjá U18 landsliða fór fram í Azerbaijan í dag, þar sem unglingaliðin fengu að prófa áhöldin fyrir undanúrslitin á morgun. Íslensku liðin stóðu sig frábærlega en þjálfararnir munu fara yfir síðustu hlutina í kvöld, fyrir morgundaginn. Drengjaliðið byrjaði daginn vel, á eftir þeim kom blandaða liðið sem var í miklu stuði og stúlknaliðið endaði daginn með glæsibrag. Öll íslensku liðin voru yfirveguð og eru tilbúin í morgundaginn.  

A-landsliðin fara á æfingu í fyrramálið og undankeppni U18 byrjar klukkan 12:30 á íslenskum tíma. Yfirlit yfir tímasetningar keppnisdagana sést hér.

Myndasíða frá æfingadeginum má finna hér

Streymi og einkunnir 

Evrópska Fimleikasambandið verður með beint streymi frá mótinu og hér má fylgjast með einkunnum mótsins. 

Úrslit fullorðins flokka verður einnig sýnd á Rúv og Rúv 2 laugardaginn 19. október 

ÁFRAM ÍSLAND!