Þá hefur Nonni lokið keppni á Apparatus World Cup mótaröðinni, þá hefur hann ferðast til Cottbus, Þýskalandi þaðan til Doha, Qatar og að lokum eftir stutt stopp heima á Íslandi alla leið til Cairo, Egyptalands.
Eftir frábæra æfingu hér í Cairo þá vafðist afstökkið aðeins fyrir Nonna og að lokum þá skilaði æfingin honum í 20 sæti með einkunina 12.300. Keppnin hér í Cairo er einstaklega hörð og eru yfir 30 lönd skráð til leiks. Myndband frá keppninni má finna á Instagram síðu sambandsins og keppnina í heild sinni má finna hér.
Næst á dagskrá hjá Nonna og úrvalshóp karla er Norðurlandamót, hér á Íslandi í júlí mánuði.
Fimleikasambandi Íslands óskar Nonna innilega til hamingju með árangurinn á Apparatus World Cup mótaröðinni.