Select Page

Íslensku karla- og kvennalandsliðin enduðu bæði á verðlaunapalli á EM í kvöld. Íslenska kvennalandsliðið tók heim gullið og er bikarinn í höndum Íslands aftur eftir næstum áratuga fjarveru.

Stelpurnar áttu ótrúlegan dag sem var fullur af dramatík en 0,6 stig skildi Ísland og Svíþjóð að þegar liðin áttu eina umferð eftir. Tvö föll hjá sænsku stelpunum á trampólíni setti alla pressuna á Ísland sem átti eftir að gera dýnu.

Ísland byrjaði dýnuna af miklu öruggi áður en áfallið kom þegar sjálfur landsliðsfyriliðinn, Andrea Sif Pétursdóttir, datt og meiddist. María Líf Reynisdóttir steig upp á ögurstundu í hennar stað í síðustu umferðinni og kláraði liðið frábæra dýnu. Fékk liðið 17,200 á dýnu og dugði það til að ná 57,200 stigum. Ísland jafnaði þannig Svíþjóð en þar sem Ísland vann fleiri áhöld var Evrópumeistaratitilinn í höfn.

Íslenska karlalandsliðið gerði sér síðan lítið fyrir og nældi sér í silfur á EM. Er þetta í fyrsta skipti sem íslensk karlalið endar á palli á EM.

Árangur liðsins er sögulegur en hvernig hann kom til er næstum lygilegur. Meiðsli og liðsbreytingar settu allt í uppnám fyrir síðasta áhaldið en strákarnir, líkt og stelpurnar, enduðu á dýnu.

Adam Björgvinsson kom inn á ögurstundu hjá strákunum en Helgi Laxdal Aðalgeirsson keyrði í tvöfalt framheljarstökk með beinum líkama og tveimur og hálfri skrúfu fyrstur allra á EM.

Strákarnir sigldu silfrinu heim með frábærri dýnu en Svíþjóð tók heim gullið.

Úrslit mótsins má sjá
hér.