Fræðsludagur Fimeikasambandsins fór fram á laugardaginn. Um það bil 50 þjálfarar mættu og hlýddu á fyrirlestrana að þessu sinni en einnig verður boðið upp á að horfa á fyrirlestrana til þess að fá daginn skráðan í leyfiskerfi.
Í ár fengum við til okkar þrjá fyrirlesara þá Jón Halldórsson, Helga Val Pálsson og Viðar Halldórsson.
- Jón er framkvæmdastjóri og eigandi Kvan og fjallaði um liðsheild og hvernig má styrkja hana innan liða.
- Helgi Valur Pálsson íþróttasálfræðiráðsgjafi talaði um innri áhugahvöt og leiðir til að efla hana hjá iðkendum.
- Viðar Halldórsson prófessor í félagsvísindum fjallaði um snemmtæka afreksvæðingu.
Við þökkum fyrirlesurum og þátttakendum fyrir daginn – gangi ykkur vel á komandi tímabili.