Select Page

Landsliðsnefnd í áhaldafimleikum kvenna hefur listað upp lágmörk sem þarf að standast fyrir landsliðsverkefni á árinu 2021. Fram undan eru þrjú mót, HM í Japan, NEM í Whales og NMJ. Hér fyrir neðan má sjá ítarlega umfjöllun um lágmörk og dagsetningar.

HM – Heimsmeistaramót í Japan

Fimmtudaginn 2. september fer fram opin æfing fyrir þá sem gefa kost á sér í HM verkefnið. Sýna á hálfar keppnisæfingar, helstu erfiðleikagildi og sérkröfur á áhöldum. Það má nota dýnur í afstökkum og inn á gólfi og þjálfarar mega standa hjá. Valið 0-4 út frá fjölþraut, mest þrír frá hverju landi fara upp á áhald. Til að komast í liðið sem sérfræðingur á áhaldi þarf viðkomandi að eiga möguleika á að vera í efri helming keppenda eftir undankeppni.

Stökk
Upphafseinkunn minnst 4.0 í mjúka lendingu (dýna í gryfju).

Tvíslá
Sýna keppnisæfingu í mest tveimur hlutum (ca. ½ og ½ æfingu). Minnst 3 sérkröfur. Má hafa mjúka 10 sm dýnu í afstökki.

Slá
Sýna keppnisæfingu í mest tveimur hlutum (ca. ½ og ½ æfingu). Minnst 4 sérkröfur. Má hafa mjúka 10 sm dýnu í afstökki en ekki dýnu upp á slánni.

Gólf
Sýna gólfæfingu með dansæfingum og léttum /engum stökkseríum. Sýna stökkseríur í mjúka lendingar inn á keppnisgólfi. Minnst 4 sérkröfur.

Laugardaginn 11. september fer fram Úrtökumót 1 og laugardaginn 18. september fer fram Úrtökumót 2. Á þeim mótum sýna stelpurnar fullar keppnisæfingar með dómgæslu. Móttaka verður ekki leyfð en það má nota auka 10 sm lendingadýnur í afstökkum, flugæfingum á tvíslá og í æfingum sem eru með D gildi eða hærra. Stökk þarf að framkvæma hart í gryfju.

Sunnudaginn 19. september verður tilkynnt um val á landsliði. Lágmarksstig til viðmiðunar í fjölþraut eru 46 stig.

Laugardaginn 25. september og 9. október farar fram keyrsluæfingar en á þeim verða sýndar heilar æfingar með dómgæslu.

NEM – Norður Evrópumót í Wales

NEM verður haldið 12. – 14. nóvember 2021 í Wales og er mótið fyrir þá sem eru fæddir 2008 og fyrr. Unglingar og fullorðnir keppendur geta verið saman í liði. Ísland stefnir að því að senda 5 manna lið þar sem 2 – 3 keppa í fjölþraut og 2 – 3 eru sterkir á einstökum áhöldum og geta því átt möguleika á úrslitum á áhöldum.

Laugardaginn 25. september fer fram opin keyrsluæfing fyrir NEM.

Á opnu keyrsluæfingunni fyrir NEM þarf að sýna hálfar keppnisæfingar, helstu erfiðleikagildi og sérkröfur á áhöldum. Það má nota dýnur í afstökkum og inn á gólfi og þjálfarar mega standa hjá.

Stökk
Upphafseinkunn minnst 3.7 í mjúka lendingu (dýna í gryfju).

Tvíslá
Sýna keppnisæfingu í mest tveimur hlutum (ca. ½ og ½ æfingu). Minnst 2 sérkröfur. Má hafa mjúka 10 sm dýnu í afstökki.

Slá
Sýna keppnisæfingu í mest tveimur hlutum (ca. ½ og ½ æfingu). Minnst 4 sérkröfur. Má hafa mjúka 10 sm dýnu í afstökki en ekki dýnu upp á slánni.

Gólf
Sýna gólfæfingu með dansæfingum og léttum/engum stökkseríum. Sýna stökkseríur í mjúka lendingar inn á keppnisgólfi. Minnst 4 sérkröfur.

Laugardaginn 9. október verður úrtökumót fyrir NEM.

NMJ – Norðurlandamót unglinga

NMJ verður haldið í vefútfærslu 29. – 31. október. Laugardaginn 25. september verður úrtökumót fyrir NMJ.