Róbert Kristmannsson, landsliðsþjálfari í áhaldafimleikum karla, hefur valið unglingalandslið Íslands til þátttöku á Berlin Cup 2021. Mótið í ár verður haldið í vefútfærslu og fer fram dagana 1. – 5. júní.
Liðið er skipað eftirtöldum fimleikamönnum:
Dagur Kári Ólafsson – Gerplu
Lúkas Ari Ragnarsson – Björk
Sigurður Ari Stefánsson – Fjölni
Stefán Máni Kárason – Björk
Fimleikasamband Íslands óskar keppendum innilega til hamingju með landsliðssætin og óskar þeim góðs gengis í undirbúningi fyrir mótið.