Stelpurnar okkar hafa nú lokið keppni á Evrópumótinu í áhaldafimleikum. Þær voru allar að ná sínum besta árangri á árinu og voru öryggið uppmálað á öllum áhöldum.
Besta árangri íslenska landsliðsins í samanlögðum stigum náði Nanna Guðmundsdóttir með 47,032 stig. Eftir henni kom Guðrún Edda Min Harðardóttir með 46,631 stig, því næst Hildur Maja Guðmundsdóttir með 45,398 stig og Margrét Lea Kristinsdóttir með 45,364 stig.
Hér er hægt að sjá yfirlit úrslita frá keppnisdeginum.
Myndbönd af keppnisæfingum stelpnanna er hægt að sjá á Instagram story sambandsins.
Myndir frá mótsdegi munu birtast á myndasíðu sambandsins.
Strákarnir keppa á morgun
Martin Bjarni og Jónas Ingi keppa í 1. mótshluta sem hefst kl. 8:00 á íslenskum tíma og Valli og Nonni keppa í 3. mótshluta kl. 15:00.