Kvenna- og karlalandsliðin hafa nú bæði lokið podium æfingu í keppnishöllinni í Basel og geisluðu þau af öryggi. Fjórar konur og fjórir karla keppa fyrir Íslands hönd, það eru þau Guðrún Edda Min Harðardóttir, Hildur Maja Guðmundsdóttir, Margrét Lea Kristinsdóttir, Nanna Guðmundsdóttir, Jón Sigurður Gunnarsson, Jónas Ingi Þórisson, Martin Bjarni Guðmundsson og Valgarð Reinhardsson.
Beint streymi
Á morgun hefjast undanúrslit kvenna og verður mótið í beinu streymi hér. Undanúrslit karla hefjast snemma á fimmtudaginn. Hvert áhald verður með sér streymisrás, þar sem auðvelt er að fylgjast með okkar keppendum. Hér má sjá keppnistíma íslensku keppendanna:
Myndir og samfélagsmiðlar
Myndir frá mótinu munu birtast hér á myndasíðu sambandsins og eru nú þegar komnar inn myndir frá podium æfingu kvenna og karla.
Við hvetjum ykkur til að fylgjast með Fimleikasambandinu á Facebook og Instagram, þar sem sýnt er frá íslensku keppendunum í samanklipptum myndböndum og á Instagram Story.
Einnig mælum við með að fylgjast með myllumerkinu #basel2021
Margrét Lea Kristinsdóttir Nanna Guðmundsdóttir Guðrún Edda Min Harðardóttir Hildur Maja Guðmundsóttir Jón Sigurður Gunnarsson Jónas Ingi Þórisson Valgarð Reinhardsson Martin Bjarni Guðmundsson
Við óskum keppendum góðs gengis!