Select Page

Íslandsmót í áhaldafimleikum fór fram í húsakynnum Ármanns í Laugabóli nú um helgina. Mótinu lauk í dag þegar keppt var til úrslita á einstökum áhöldum. Efstu fimm keppendur á hverju áhaldi úr fjölþrautinni í gær unnu sér inn keppnisrétt.

Í karlaflokki skiptu keppendur Íslandsmeistaratitlunum bróðurlega á milli sín eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Jónas Ingi Þórisson varð Íslandsmeistari á gólfi, Arnþór Daði Jónasson á bogahesti, Jón Sigurður Gunnarsson á hringjum, Martin Bjarni Guðmundsson á stökki, Valgarð Reinhardsson á tvíslá og Eyþór Örn Baldursson á svifrá. Í kvennaflokki skiptust verðalunin einnig jafnt á milli keppenda. Nanna Guðmundsdóttir, Íslandsmeistari í fjölþraut sigraði á gólfi. Guðrún Edda Min Harðardóttir sigraði á slá, Thelma Aðalsteinsdóttir á tvíslá og Hildur Maja Guðmundsdóttir á stökki en þetta er fyrsta mót Hildar Maju í fullorðinsflokki.

Í unglingaflokki karla varð Ágúst Ingi Davíðsson Íslandsmeistari á gólfi, bogahesti og hringjum, Sigurður Ari Stefánsson hreppti titilinn á stökki og á tvíslá og á svifrá varð Dagur Kári Ólafsson hlutskarpastur. Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir átti mjög góðan dag í dag. Ragnheiður sigraði á stökki, slá og gólfi og Freyja Hannesdóttir, núverandi Íslandsmeistari kvenna í fjölþraut í unglingaflokki, tók titilinn á tvíslá. Við óskum öllum keppendum innilega til hamingju með árangur helgarinnar.

Öll úrslit mótsins má finna hér og verðlaunahafa má sjá hér fyrir neðan.

Verðlaunahafar í karlaflokki:

Verðlaunahafar á gólfi:

  1. sæti: Jónas Ingi Þórisson, Gerpla
  2. sæti: Valgarð Reinhardsson, Gerpla
  3. sæti: Martin Bjarni Guðmundsson, Gerpla

Verðlaunahafar á bogahesti:

  1. sæti: Arnþór Daði Jónasson, Gerpla
  2. sæti: Valgarð Reinhardsson, Gerpla
  3. sæti: Jónas Ingi Þórisson, Gerpla

Verðlaunahafar á hringjum:

  1. sæti: Jón Sigurður Gunnarsson, Ármann
  2. sæti: Valgarð Reinhardsson, Gerpla
  3. sæti: Jónas Ingi Þórisson, Gerpla

Verðlaunahafar á stökki:

  1. sæti: Martin Bjarni Guðmundsson, Gerpla
  2. sæti: Jónas Ingi Þórisson, Gerpla

Verðlaunahafar á tvíslá:

  1. sæti: Valgarð Reinhardsson, Gerpla
  2. sæti: Jónas Ingi Þórisson, Gerpla
  3. sæti: Atli Snær Valgeirsson, Gerpla

Verðlaunahafar á svifrá:

  1. sæti: Eyþór Örn Baldursson, Gerpla
  2. sæti: Valgarð Reinhardsson, Gerpla
  3. sæti: Jónas Ingi Þórisson, Gerpla

Úrslit í kvennaflokki:

Verðlaunahafar á stökki:

  1. sæti: Hildur Maja Guðmundsdóttir, Gerpla
  2. sæti: Sóley Guðmundsdóttir, Grótta
  3. sæti: Birta Björg Alexandersdóttir, Björk

Verðlaunahafar á tvíslá:

  1. sæti: Thelma Aðalsteinsdóttir, Gerpla
  2. sæti: Nanna Guðmundsdóttir, Grótta
  3. sæti: Guðrún Edda Min Harðardóttir, Björk

Verðlaunahafar á slá:

  1. sæti: Guðrún Edda Min Harðardóttir, Björk
  2. sæti: Hildur Maja Guðmundsdóttir, Gerpla
  3. sæti: Thelma Aðalsteinsdóttir, Gerpla

Verðlaunahafar á gólfi:

  1. sæti: Nanna Guðmundsdóttir, Grótta
  2. sæti: Margrét Lea Kristinsdóttir, Björk
  3. sæti: Guðrún Edda Min Harðardóttir, Björk

Verðlaunahafar í unglingaflokki karla:

Verðlaunahafar á gólfi:

  1. sæti: Ágúst Ingi Davíðsson, Gerpla
  2. sæti: Dagur Kári Ólafsson, Gerpla
  3. sæti: Davíð Goði Jóhannsson, Fjölnir

Verðlaunahafar á bogahesti:

  1. sæti: Ágúst Ingi Davíðsson, Gerpla
  2. sæti: Dagur Kári Ólafsson, Gerpla
  3. sæti: Bjartþór Steinn Alexandersson, Fjölnir

Verðlaunahafar á hringjum:

  1. sæti: Ágúst Ingi Davíðsson, Gerpla
  2. sæti: Dagur Kári Ólafsson, Gerpla
  3. sæti: Davíð Goði Jóhannsson, Fjölnir

Verðlaunahafar á stökki:

  1. sæti: Sigurður Ari Stefánsson, Fjölnir
  2. sæti: Ágúst Ingi Davíðsson, Gerpla
  3. sæti: Davíð Goði Jóhannsson, Fjölnir

Verðlaunahafar á tvíslá:

  1. sæti: Dagur Kári Ólafsson, Gerpla
  2. sæti: Ágúst Ingi Davíðsson, Gerpla
  3. sæti: Davíð Goði Jóhannsson, Fjölnir

Verðlaunahafar á svifrá:

  1. sæti: Dagur Kári Ólafsson, Gerpla
  2. sæti: Ágúst Ingi Davíðsson, Gerpla
  3. sæti: Sigurður Ari Stefánsson, Fjölnir

Verðlaunahafar í unglingaflokki kvenna:

Verðlaunahafar á stökki:

  1. sæti: Ragnheiður Jenný Jóhannesdóttir, Björk
  2. sæti: Svanhildur Nielsen Hlynsdóttir, Ármann
  3. sæti: Freyja Hannesdóttir, Grótta

Verðlaunahafar á tvíslá:

  1. sæti: Freyja Hannesdóttir, Grótta
  2. sæti: Dagný Björt Axelsdóttir, Gerpla
  3. sæti: Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir, Björk

Verðlaunahafar á slá:

  1. sæti: Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir, Björk
  2. sæti: Svanhildur Nielsen Hlynsdóttir, Ármann
  3. sæti: Freyja Hannesdóttir, Grótta

Verðlaunahafar á gólfi:

  1. sæti: Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir, Björk
  2. sæti: Svanhildur Nielsen Hlynsdóttir, Ármann
  3. sæti: Freyja Hannesdóttir, Grótta

Við óskum öllum keppendum til hamingju með daginn, mótshöldurum fyrir glæsilegt mótahald og dómurum fyrir dómgæsluna.

Áfram Ísland!

#fyririsland
#fimleikarfyriralla
#islenskirfimleikar