Síðastliðna helgi fór fram stefnumótun fyrir fimleika á Íslandi. Stjórn FSÍ vinnur að því að móta framtíðarsýn sambandsins og bauð fagnefndum, landsliðsþjálfurum og félagsþjálurum að taka þátt í undirbúningsvinnu. Það var fjölbreyttur 30 manna hópur sem mætti á Laugarvatn og byrjað daginn á hugmynda- og hópavinnu. Það var stjórnarkona FSÍ hún Harpa Þorláksdóttir sem stýrði deginum en hún hefur mikla reynslu af slíkri vinnu. Þökkum öllum fyrir skemmtilega og lærdómsríka samveru um helgina.
Núna hafa tveir hópar af þremur lokið stefnumótunarvinnu en á haustmánuðum verður formönnum og stjórnendum félaganna boðið að taka þátt í samskonar vinnudegi.